Hlýða á réttarmeinafræðinga í máli Madsen

Teikning af Madsen við skýrslutökuna í dómsalnum.
Teikning af Madsen við skýrslutökuna í dómsalnum. AFP

Réttarhöld í máli danska uppfinningamannsins Peter Madsen halda áfram í dag og mun langur listi vitna koma fyrir dóminn á þessum þriðja degi réttarhaldanna. Saksóknarinn Jakob Buch-Jepsen mun í dag m.a. hlýða á vitnisburð réttarmeinafræðinga sem komið hafa að rannsókn málsins, en Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbáti sínum í apríl í fyrra.

Betina Hald Engmark verjandi Madsen yfirheyrði skjólstæðing sinn í gær. Yfirheyrslum hennar yfir honum er ekki lokið, að sögn danska ríkisútvarpsins DR.  Engmark náði ekki að yfirheyra Madsen um siglingu þeirra Wall í kafbátinum Nautilus og bíður það mál þar til hún yfirheyrir Madsen á ný í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert