Ný þáttaröð um kafbátamálið sem skók allan heiminn

Rannsóknin er frumsýnd á Viaplay í dag.
Rannsóknin er frumsýnd á Viaplay í dag. Ljósmynd/Viaplay

Í dag fer í loftið á Viaplay danska þáttaröðin Rannsóknin, eða Efterforskningen, en um er að ræða leikna þáttaröð um eitt umtalaðasta morðmál Danmerkur frá upphafi. Þættirnir gefa einstaka innsýn í flókna rannsókn Jens Møller rannsóknarlögreglumanns og Kaupmannahafnarlögreglunnar á morðinu á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Þættirnir eru gerðir í nánu samstarfi við Jens Møller og foreldra Kim Wall. Margir af bestu leikurum Skandinavíu koma fram í dönsku þáttaröðinni um kafbátamálið sem skók allan heiminn.

Aðalrannsakandinn Jens Møller er leikinn af Søren Malling (Borgen), en Game of Thrones-stjarnan Pilou Asbæk leikur ríkissaksóknarann Jakob Buch-Jepsen. Sænsku stjörnuleikararnir Rolf Lassgård og Pernilla August eru í hlutverkum foreldra Kim Wall.

Höfundur og leikstjóri þáttanna er Tobias Lindholm, sem er best þekktur fyrir hinar lofuðu verðlaunamyndir „R“, „The hijacking“ og „A War“. Sú síðastnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 2016.

„Það var með mikilli auðmýkt sem ég samþykkti að gera „Rannsóknina“. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að segja sögur af raunverulegum, ofbeldisfullum atburðum. Þess vegna er ég þakklátur fyrir stuðninginn sem ég hef fengið – líka frá nokkrum af hæfileikaríkustu leikurum Svíþjóðar og Danmerkur“, segir Lindholm.

Rannsóknin er sex þátta sería sem sýnd verður næstu sex mánudaga. Frumsýnt verður einungis á Viaplay á Íslandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.