Armenska þingið hafnaði Pashinyan

Stuðningsmenn Pashinyan hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í kvöld.
Stuðningsmenn Pashinyan hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í kvöld. AFP

Armenska þingið greiddi í dag atkvæði gegn því að stjórnarandstöðuleiðtoginn Nikol Pashinyan yrði eftirmaður Serzh Sargsyan á stóli forsætisráðherra. 45 þingmenn voru því samþykkir því að Pashinyan yrði forsætisráðherra, en hann hefði þurft 53 atkvæði til þess að að tryggja sér meirihluta í þinginu.

Pashinyan hefur leitt öldu mótmæla í landinu upp á síðkastið, sem beinst hefur gegn Sargsyan og flokki hans, Lýðveldisflokknum. Sargsyan lét undan þrýstingi og sagði af sér í upphafi síðustu viku.

Stjórnarandstöðuleiðtoginn Nikol Pashinyan í þinginu í dag.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Nikol Pashinyan í þinginu í dag. AFP

Stjórnarandstöðuleiðtoginn hvatti stuðningsmenn sína til borgaralegrar óhlýðni eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og vill að landsmenn fari í almennt verkfall á morgun og loki vegum, lestarsamgöngum og flugvöllum landsins.

Tugþúsundir mótmælenda eru á götum höfuðborgarinnar Jerevan og braust út mikil óánægja eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kunngjörð.

Talið er að 20 þúsund manns hafi komið saman og …
Talið er að 20 þúsund manns hafi komið saman og fylgst með þingfundinum í dag. AFP

Samkvæmt stjórnarskrá Armeníu þarf að boða til annarrar atkvæðagreiðslu um kjör forsætisráðherra í þinginu innan sjö daga. Ef að enginn verður fyrir valinu, þarf að leysa upp þingið.

Pashinyan hefur lýst því yfir að hann vilji boða til nýrra kosninga í Armeníu sem fyrst.

Frétt BBC um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert