Frakkar fordæma ummæli Trump

Frakkar lýsa yfir vanþóknun inni á ummælum Trump sem hann ...
Frakkar lýsa yfir vanþóknun inni á ummælum Trump sem hann lét falla á ráðstefnu NRA í gær. AFP

Frakkar fordæmdu í dag ummæli sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét falla  á ráðstefnu skotvopnaeigenda (NRA) í Dalls í Texas í gær. En hann sagði meðal annars að byssur hefðu geta stöðvað hryðjuverkaárásirnar á Bataclan-skemmtistaðnum og á þjóðarleikvanginum í París í nóvember 2015. AFP-fréttastofan greinir frá.

Trump myndaði byssu með fingr­um sér og hrópaði „búmm“ á áhorf­end­ur. „Ef aðeins einn starfsmaður eða gest­ur hefði verið með byssu [...] ef ein mann­eskja í þessu her­bergi hefði verið með byssu, þá hefðu árás­ar­menn­irn­ir verið stöðvaðir,“ sagði hann. „Hryðju­verka­menn­irn­ir hefðu flúið eða verkið skotn­ir og niðurstaðan hefði orðið allt önn­ur.“

For­set­inn gerði sér því næst mat úr þeim fjölda sem lést í árás­un­um. „Eng­inn er með byss­ur í Par­ís. Eng­inn og við mun­um öll þessa 130, auk þess mikla fjölda sem særðist hræðilega illa. Fólkið dó á veit­inga­stöðum og ýms­um öðrum stöðum í ná­vígi. Það var myrt með grimmi­leg­um hætti af hryðju­verka­mönn­um sem voru með byss­ur. Þeir tóku sinn tíma og skutu fólkið eitt af öðru.“

Í yfirlýsingu frá talskonu franska utanríkisráðuneytisins er Trump beðinn um að sýna þeim létust í árásunum virðingu. „Frakkar vilja koma á framfæri vanþóknun sinni vegna ummæla sem Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um árásirnar í París þann 13. Nóvember árið 2015, og biðja hann um að sýnu minningu fórnarlambanna virðingu,“ segir í yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fjögur heilsársdekk undan RAV4 til sölu
Fjögur lítið notuð heilsársdekk til sölu, seljast öll á kr. 30 þúsund. Dekkin er...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
 
Starf á tæknisviði
Sérfræðistörf
Viltu móta framtíðar fiskvinnslu? Samh...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Verkefnisstjóri mba náms við hí
Háskólakennsla
Viltu taka þá? í að þróa MBA Viltu tak...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...