Weinstein ákærður fyrir nauðgun

AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í New York er þeim hugrökku konum sem stigið hafa fram og leitað réttlætis þakkað sérstaklega fyrir.

Tugir kvenna í kvikmyndabransanum hafa sakað Weinstein um kynferðisofbeldi, þar á meðal nauðganir, en ásakanirnar hrundu af stað #metoo herferðinni. Sjálfur hefur hann alltaf neitað þessum ásökunum.

Ákær­ur á hend­ur Wein­stein hafa ekki verið gerðar op­in­ber­ar en New York Times grein­ir frá því að ein þeirra sé vegna ásak­ana leik­kon­unn­ar Lucia Evans sem kærði hann fyr­ir kyn­ferðis­brot. Lög­regl­an í New York hef­ur einnig haft til rann­sókn­ar nauðgun­ar­kæru sem leik­kon­an Paz de la Hu­erta lagði fram á hend­ur hon­um. Fyrr í þess­um mánuði lagði Net­flix-fram­leiðand­inn Al­ex­andra Canosa einnig fram gögn í máli á hend­ur hon­um fyr­ir nauðgun og kyn­ferðis­lega áreitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert