Hvetja til afvopnunar

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. AFP

Leiðtogar í Kína og Suður-Kóreu hafa fagnað fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapore.

Sú staðreynd að leiðtogarnir tveir „geti sest niður átt viðræður hefur mikilvæga og jákvæða þýðingu og við það er ný saga að skapast,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína.

„Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum snúast um öryggi. Það mikilvægasta og um leið það erfiðasta við þetta öryggismál er að Bandaríkin og Norður-Kórea geti fundið lausn með viðræðum,“ sagði hann og hvatti til fullrar kjarnorkuafvopnunar á Kóreuskaganum.

„Á sama tíma verður að vera friðarferli á Kóreuskaganum til að leysa öryggisáhyggjur Norður-Kóreu.

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu hafði þetta að segja um fundinn: „Við vonum að fundurinn hafi góða hluti í för með sér og færi okkur kjarnorkuafvopnun, frið og nýja tíma í samskiptum Kóreuríkjanna tveggja og Bandaríkjanna,“ sagði hann.

Moon Jae-in.
Moon Jae-in. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert