Fresta heræfingum á Kóreuskaga

Vel virtist fara á með Trump og Kim á fundinum ...
Vel virtist fara á með Trump og Kim á fundinum í vikunni. AFP

Stórum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaga hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir embættismanni í Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir eftir fundinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í vikunni að heræfingunum yrði hætt og að hann vildi að 28 þúsund bandarískir hermenn, staðsettir í Suður-Kóreu, yrðu kallaðir heim. Þessi yfirlýsing kom hins vegar yfirmönnum hersins á óvart. Heræfingarnar hafa verið haldnar árlega síðastliðin ár.

Tveir dagar eru síðan Trump og Kim gerðu samkomulag um að hefja kjarnorkuafvopnun landsins, en það hefur hins vegar verið gagnrýnt að enginn tímarammi hafi verið gefinn. Trump sagði sjálfur á Twitter í gær að ekki stafaði lengur kjarnorkuógn af Norður-Kóreu og fólk gæti því andað léttar.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að kjarnorkuafvopnun væri ekki í höfn og að enn væri hætta á því að hún gengi ekki eftir. Í gær sagði hann hins vegar að Bandaríkin vonuðust til að meiri háttar árangur í afvopnun hefði náðst fyrir árslok 2020. Þá sagði hann jafnframt að hann teldi að stjórnvöld í Norður-Kóreu gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að einhverjar sannanir yrðu gefnar fyrir því að kjarnorkuafvopnun yrði hafin.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...