Leigubílstjóri slasaði átta í Moskvu

Úr öryggismyndavél frá lögreglunni.
Úr öryggismyndavél frá lögreglunni. AFP

Að minnsta kosti átta manns slösuðust, þar á meðal stuðningsmenn Mexíkó á HM, þegar leigubílstjóri frá Moskvu missti stjórn á bíl sínum, að því er talið er, skammt frá Rauða torginu.

Í myndum frá öryggismyndavél sem dreift var á samfélagsmiðlum sést þegar leigubíllinn beygir til hægri er hann reynir að fara fram hjá gangandi vegfarendum á einstefnugötu.

Þegar hann er kominn að fjölförnum göngustíg gefur bílstjórinn í áður en hann keyrir á umferðarskilti.

Leigubíllinn eftir að hann hafði lent á skiltinu.
Leigubíllinn eftir að hann hafði lent á skiltinu. AFP

Tveir gangandi vegfarendur reyndu að ná til ökumannsins með því að reyna að opna hurðina á leigubílnum.

Leigubílstjórinn stökk á endanum út úr bílnum og hljóp á brott.

Í lok myndskeiðsins sést þegar hópur fólks eltir manninn niður hliðargötu.

Að sögn lögreglunnar í Moskvu er maðurinn 28 ára frá Kyrgyzstan og var hann fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Maðurinn er sagður hafa greint lögreglunni frá því að hann hafi unnið samfleytt í rúma tvo daga við að keyra ferðamenn sem eru í Rússlandi vegna HM í knattspyrnu og að hann hafi stigið óvart á bensíngjöfina með þessum afleiðingum.

Rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu:  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert