Útiloka hryðjuverk

Sænska lögreglan að störfum á vettvangi í miðborg Malmö.
Sænska lögreglan að störfum á vettvangi í miðborg Malmö. AFP

Átján ára piltur og 29 ára karlmaður létust í skotárás í miðborg Malmö í gærkvöldi. Ekki var um hryðjuverk að ræða. Fjórir til viðbótar særðust í árásinni en samkvæmt heimildum Aftonbladet var skotið á mennina þegar þeir komu út af netkaffihúsi við Drottninggatan upp úr klukkan 20.

Íbúi í nágrenninu segir í samtali við Aftonbladet að skotið hafi verið um 15-20 skotum á mennina. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa nánar um hverjir voru að verki en að væntanlega hafi verið skotið á mennina úr bíl. Sænskir fjölmiðlar segja að einhverjir þeirra sem þarna voru að verki séu góðkunningjar lögreglunnar.

Sænska lögreglan á vettvangi í gærkvöldi.
Sænska lögreglan á vettvangi í gærkvöldi. AFP

Enginn hafði verið handtekinn í tengslum við málið í morgun, að sögn Maya Forstenius, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í morgun. Hún vildi heldur ekki upplýsa um líðan þeirra fjögurra sem særðust í árásinni. Þeir voru allir fluttir á sjúkrahús.

Frétt Aftonbladet

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert