Trump kominn til London

Heiðursverðir tóku á móti Donald Trump á Stansted flugvelli í ...
Heiðursverðir tóku á móti Donald Trump á Stansted flugvelli í dag. AFP

Búist er við mótmælum í London á morgun vegna heimsóknar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til Bretlands og hefur lögreglan eflt öryggisráðstafanir vegna þessa. Trump lenti á Stansted-flugvelli í dag og samkvæmt umfjöllun BBC segir forsetinn mótmælin ekki hafa áhrif á sig og Breta almennt líka vel við sig.

Hann mun funda með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á meðan heimsóknin stendur og er talið að leiðtogarnir munu ræða fríverslun milli ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May hefur sagt fund leiðtoganna tækifæri til þess að styrkja stoðir samstarfs á sviði viðskipta- og öryggismála.

Leiðtogarnir hafa þó ekki verið sammála um aðgerðir Bandaríkjanna er varða tolla á ál og stál.

Trump mun eiga te-fund með Elísabetu 2. Englandsdrottningu á meðan heimsóknin stendur yfir, ásamt því að taka sér frí í nokkra daga í Skotlandi.

mbl.is
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1190..000 + vsk ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage in Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...