Var „ekki til“ í norsku þjóðskránni

Frá Maridalnum í Ósló.
Frá Maridalnum í Ósló. Af Wikipedia

Fyrir nokkrum árum er Johnny Olsen, sem nú heitir John Edvin Lie, ætlaði að sækja um félagslega íbúð var honum sagt að hann „væri ekki til eða ekki á lífi“ samkvæmt norsku þjóðskránni. Það varð honum áfall. Hann var í raun ekki til fyrir yfirvöldum, segir lögmaður mannsins í samtali við Nettavisen. Lie er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa drepið mann og svo kveikt í líki hans í skógi í Maridal í Ósló á miðvikudag. Árið 1982 var hann dæmdur í fangelsi fyrir að drepa tvo.

Í fréttaskýringu Aftenposten um Lie segir að allt til ársins 2001 hafi hann heitið Johnny Olsen í skrám hins opinbera. Þá skipti hann um nafn.

Lögreglan segir að Lie hafi búið á tjaldsvæðinu í skóginum í Maridalnum skammt frá þeim stað þar sem brennt líkið fannst. Spjótin beindust fljótt að Lie enda þekktur glæpamaður. Búið er að bera kennsl á líkið en þar sem aðstandendur hafa ekki allir verið látnir vita hefur nafn hans ekki verið birt í fjölmiðlum í Noregi að beiðni lögreglu.

Lie á sér langa glæpasögu. Hann var höfuðpaurinn í hinum svokölluðu Hadelands-morðum árið 1981. Hann og fjórir aðrir, sem allir voru liðsmenn nýnasistasamtaka Norges, Germanske Armé, höfðu stolið vopnum og 50 kílóum af dýnamíti. Ósætti kom í hópinn þegar tveir mannanna fengu ekki greitt fyrir sinn þátt í þjófnaðinum og óttuðust hinir tveir að þeir myndu fara til lögreglunnar. Til að koma í veg fyrir það drápu þeir mennina tvo.

Mennirnir voru skotnir í hnakkann svo þeir létust en eftir það voru þeir skotnir 29 sinnum með vélbyssu. Lie var dæmdur í átján ára fangelsi en var látinn laus árið 1993. Hinir tveir fengu einnig langa fangelsisdóma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Múrverk
Múrverk...
Bókhaldsþjónusta
Langar þig að losna við bókhaldið? Tek að mér bókhald, reikningagerð, launabókha...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...