117 ára gamalt hitamet í hættu

Þessi mynd er tekin á sólardegi í sumar í nágrenni …
Þessi mynd er tekin á sólardegi í sumar í nágrenni Óslóar. AFP

„Það gætu spennandi hlutir gerst á föstudag,“ segir Ketil Tunheim, veðurfræðingur hjá norsku veðurstofunni. Á morgun gæti 117 ára hitamet í austurhluta landsins fallið en 21. júlí árið 1901 mældist hitinn 35°C í Ósló. Þá er einnig mögulegt að hitamet á landsvísu, 35,6°C, heyri sögunni til en það var sett í lok júní árið 1970.

„Ef allt gengur eftir, skýjahulan verður lítil og vindur hagstæður gætum við byrjað að hnusa að landsmetinu,“ segir Tunheim í viðtali við Aftenposten.  Í dag hefur hitinn í Noregi farið í 34°C og á morgun er von á meiri hlýindum.

Á morgun er einnig spáð hámarki hitabylgjunnar í Bretlandi og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert