Argento „særð og í áfalli“

Asia Argento.
Asia Argento. AFP

Ítalska leik­kon­an Asia Arg­ento þvertekur fyrir að hafa beitt leikarann Jimmy Bennett kynferðislegu ofbeldi þegar hann var 17 ára. Hún segir að 380 þúsund Banda­ríkja­dalir, 41 millj­ón króna, sem hún greiddi honum hafi verið hugmynd frá þáverandi kærasta hennar til að aðstoða Bennett fjárhagslega.

Greint var frá ásökunum á hendur Argento í New York Times í gær. Bennett segir að Arg­ento hafi ráðist á hann á hót­el­her­bergi í Kali­forn­íu árið 2013. Hann hafi síðan fengið greidda 380 þúsund Bandaríkjadali fyr­ir að þegja um málið sam­kvæmt því sem fram kem­ur í máls­skjöl­um sem NYT fékk send frá óþekkt­um aðila. 

Benn­ett var ný­lega orðinn 17 ára gam­all þegar Arg­ento á að hafa beitt hann of­beldi. Í Kali­forn­íu eru samþykkis­ald­urs­mörk­in 18 ára. Hann er 22 ára gam­all í dag en Arg­ento er rúm­lega fer­tug.

Samsett mynd af Jimmy Bennett og Asia Argento.
Samsett mynd af Jimmy Bennett og Asia Argento. AFP

„Ég er særð og í áfalli yfir því að þurfa að lesa svo ósannar fréttir. Ég hef aldrei átt í kynferðislegu sambandi við Bennett,“ var meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu sem Argento sendi frá sér.

Argento sagði enn fremur að hún og Bennett hefðu verið vinir um tíma. Hún sagði að Bennett hefði átt í miklum fjárhagsvandræðum og að hann hefði höfðað mál gegn fjölskyldu sinni og farið fram á háar fjárhæðir frá henni. 

Í framhaldi af því segir Argento að Bennett hafi beðið hana um peninga eftir að hún steig fram og greindi frá því op­in­ber­lega að Harvey Wein­stein hefði nauðgað henni. Þáverandi kærasti hennar, Anthony Bourdain, vildi greiða Bennett en með því vonaðist Bourdain til þess að Bennett léti þau í friði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...