Alex Salmond segir sig úr SNP

Salmond er ákveðinn í því að hreinsa nafn sitt af …
Salmond er ákveðinn í því að hreinsa nafn sitt af ásökunum um kynferðislega áreitni. AFP

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Salmond ætlar að hreinsa nafn sitt af ásökunum og hyggst skrá sig aftur í flokkinn að því loknu.

Salmond var á dögunum sakaður um kynferðislega áreitni í skoska dagblaðinu Daily Record. Samkvæmt frétt blaðsins hefur lögreglan ítrekað verið beðin um að rannsaka ásakanir á hendur honum. Salmond vísaði ásökunum á bug og hefur höfðað mál gegn skoskum stjórnvöldum vegna rannsóknar sem ráðist var í vegna þeirra.

Í yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segir Salmond að ákvörðun hans sé til þess fallin að koma í veg fyrir klofning í Skoska þjóðarflokknum. Þar segist hann elska Skoska þjóðarflokkinn og sjálfstæðishreyfinguna í heild sinni. Núverandi leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, hefur verið undir miklum þrýstingi að víkja honum úr flokknum á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar.

„Sakleysi uns sekt er sönnuð, er mikilvægt hugtak í réttarvörslukerfi okkar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Salmond hefur hrundið af stað hópsöfnun til að borga fyrir lögfræðikostnað sem lendir á honum vegna málsins.

Frétt Guardian um málið



Salmond segir bless í bili.
Salmond segir bless í bili. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert