E. coli varð parinu að bana

John and Susan Cooper.
John and Susan Cooper. Af Facebook

E. coli saurgerill varð breska parinu, sem veiktist alvarlega á hóteli í Egyptalandi, að bana. Í frétt BBC segir að lík þeirra John og Susan Cooper, hafi verið afhent breskum yfirvöldum fyrir helgi. Hjónin létust í Hurghada í Egyptalandi hinn 21. ágúst.

Í yfirlýsingu frá saksóknara Egyptalands segir að við krufningu hafi komið í ljós að E. coli saurgerill hafi dregið þau til dauða.

Við rannsóknir á Steigenberger Aqua Magic-hótelinu, þar sem hjónin höfðu dvalið í fríi sínu, fannst mikið magn af E. coli.

Í frétt BBC um málið er rifjað upp að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook, sem skipulagði ferð hjónanna, hafði áður sagt að saurgerlar hefðu ekki orðið parinu að bana.

mbl.is
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...