E. coli varð parinu að bana

John and Susan Cooper.
John and Susan Cooper. Af Facebook

E. coli saurgerill varð breska parinu, sem veiktist alvarlega á hóteli í Egyptalandi, að bana. Í frétt BBC segir að lík þeirra John og Susan Cooper, hafi verið afhent breskum yfirvöldum fyrir helgi. Hjónin létust í Hurghada í Egyptalandi hinn 21. ágúst.

Í yfirlýsingu frá saksóknara Egyptalands segir að við krufningu hafi komið í ljós að E. coli saurgerill hafi dregið þau til dauða.

Við rannsóknir á Steigenberger Aqua Magic-hótelinu, þar sem hjónin höfðu dvalið í fríi sínu, fannst mikið magn af E. coli.

Í frétt BBC um málið er rifjað upp að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook, sem skipulagði ferð hjónanna, hafði áður sagt að saurgerlar hefðu ekki orðið parinu að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert