Fjarlægir gesti af hóteli eftir dauðsföll

Cooper-hjónin létust í bænum Hurghada í Egyptalandi.
Cooper-hjónin létust í bænum Hurghada í Egyptalandi. Skjáskot/Google maps

Ferðaþjónusturisinn Thomas Cook mun láta fjarlægja alla viðskiptavini sína af hóteli í Egyptalandi eftir að bresk hjón sem dvöldu þar létust á óútskýraðan hátt. Auk þess veiktust aðrir gestir hótelsins í strandbænum Hurghada við Rauða hafið.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu seint í gærkvöldi kom fram að dánarorsök John og Susan Cooper væri ókunn. Enn fremur kom fram að öllum 301 gesti fyrirtækisins væri boðið að fara á annað hótel í Hurghada eða koma heim til Bretlands.

„Við höfum einnig fengið fregnir af því að fleiri gestir hafi veikst. Öryggi okkar viðskiptavina er alltaf það mikilvægasta og þess vegna höfum við tekið þá ákvörðun að fjarlægja alla af hótelinu,“ sagði í yfirlýsingunni.

Ahmad Abdallah ríkisstjóri sagði að maðurinn hefði látist eftir að hann örmagnaðist. Kona hans hafi hrunið niður og látist þegar hún heyrði fréttirnar af manni sínum. Hann útilokaði að andlát þeirra hefði borið að með saknæmum hætti.

Thomas Cook sagði að fyrirtækið byði þeim ferðamönnum, sem ættu bókað á hótelið þar sem Cooper-hjónin dvöldu, upp á aðra möguleika.

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...