Segir tillögur Breta ekki ganga upp

Donald Tusk (í miðjunni) á blaðamannafundinum í dag.
Donald Tusk (í miðjunni) á blaðamannafundinum í dag. AFP

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að tillögur Breta um milliríkjaviðskipti milli þeirra og ríkja ESB eftir að Bretland gengur úr sambandinu „muni ekki ganga upp“.

Eftir tveggja daga viðræður í austurrísku borginni Salsburg sagði Tusk við blaðamenn að leiðtogar ESB telji að hinn svokallaði Chequers-samningur Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, myndi grafa undan hinum sameiginlega markaði ESB.

Bretland gengur út úr ESB 29. mars 2019 en ekki hefur náðst samkomulag um hvernig staðið verður að milliríkjaviðskiptum milli Bretlands og ríkja ESB.

Tusk sagði að andrúmsloftið í viðræðunum á milli May og hinna 27 leiðtoganna hefði verið betra en áður en að ágreiningur væri enn mikill varðandi viðskipti og írsku landamærin.

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, Donald Tusk og Jean-Claude Juncker, forseti ...
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, Donald Tusk og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...