Alríkislögreglan ræðir við Ramirez

Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trumps við hæstarétta Bandaríkjanna.
Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trumps við hæstarétta Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska alríkislögreglan hefur rætt við Deborah Ramirez, en hún var önnur konan sem steig fram og ásakaði Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Hins vegar hefur alríkislögreglan ekki rætt við þriðju konuna, Julie Swetnick.

Á vef Washington post er haft eftir lögmanni Ramirez, sem var bekkjarfélagi Kavanaugh í Yale háskóla, að Ramirez hafi samþykkt að aðstoða alríkislögregluna við rannsókn þeirra. Sagðist hann ekki hafa meira um málið að segja að svo stöddu.

Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær að tilnefna Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara með því skilyrði að alríkislögreglan myndi rannsaka að nýju ásakanir um kynferðisbrot á hendur Kavanaugh. Á rannsókninni að ljúka eigi síðar en föstudaginn 5. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert