Meng hættur sem forseti Interpol

Meng Hongwei í júlí á síðasta ári.
Meng Hongwei í júlí á síðasta ári. AFP

Meng Hongwei hefur sagt upp störfum sem forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Þar segir að uppsögnin taki strax gildi og að aðstoðarforsetinn, Kim Johng Yang frá Suður-Kóreu, hafi tekið við sem starfandi forseti.

Meng sæt­ir nú rann­sókn í Kína og ligg­ur und­ir grun fyr­ir lög­brot, að því er sagði í til­kynn­ingu sem Al­manna­eft­ir­lits­nefnd Kína birti á vefsíðu sinni fyrir skömmu.

Ekkert hefur spurst til Meng síðan 25. september. 

Lynd­is­tákn (e.emoji) af hnífi voru meðal síðustu skila­boðanna sem Grace Meng, eig­in­kona Mengs, fékk áður en hann hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert