Seldu börn í gegnum Instagram

Að sögn lögreglu vildi konan selja 11 mánaða gamalt barn ...
Að sögn lögreglu vildi konan selja 11 mánaða gamalt barn vegna skuldastöðu sinnar. Mynd úr safni. AFP

Indónesíska lögreglan hefur komið upp um sölu á ungabörnum í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Fjórir voru handteknir vegna málsins, m.a. einn tilvonandi kaupandi frá eyjunni Balí, að því er segir í yfirlýsingu lögreglu.

Rannsóknin hófst eftir að lögregla kom auga á grunsamlegar færslur á samfélagsmiðlum þar sem boðið var upp á ættleiðingarþjónustu fyrir konur sem fæddu börn utan hjónabands.

Einn maður sem ákærður hefur verið fyrir að halda úti Instagram-reikningnum og 22 ára móðir, sem gaf barn sitt til ættleiðingar, voru handtekin í síðustu viku að því er AFP-fréttastofan hefur eftir Frans Barung Mangera, talsmanni lögreglu á austurhluta Jövu.

Ljósmóðir og væntanlegur kaupandi voru svo handtekin í síðustu viku er lögregla stöðvaði sölu á barni í borginni Surbaya.

Að sögn lögreglu vildi konan selja 11 mánaða gamalt barn, sem er hennar þriðja, vegna skuldastöðu sinnar. „Barnið var selt fyrir 15 milljón rúpíur (andvirði um 115.000 kr.),“ sagði Sudamiran, yfirmaður rannsóknarlögreglu Surubaya, á fundi með fréttamönnum.

Miklir fordómar ríkja í Indónesíu, sem er eitt stærsta múslimaríki í heimi, í garð þeirra sem eiga börn utan hjónabands og fjölskyldur snúa stundum baki við einstæðum mæðrum.

Instagram-síðan var enn opin í dag og hafði um 760 fylgjendur. Á síðunni var birtur tugur svarthvítra ómsjármynda, sem og myndir af mæðrum þar sem andlit þeirra er að hluta hulið til að gera þær óþekkjanlegar. Auk þess sem birtar voru persónuupplýsingar um konurnar s.s. aldur, trúarbrögð og á hvaða stigi meðgöngu þær væru.

Voru áhugasamir beðnir um að hafa samband í gegnum WhatsApp til að fá frekari upplýsingar.

mbl.is
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...