„Hvernig ýtir það undir kynþáttafordóma?“

Megyn Kelly starfaði hjá Fox-sjón­varps­stöðinni áður en hún færði sig ...
Megyn Kelly starfaði hjá Fox-sjón­varps­stöðinni áður en hún færði sig yfir á NBC. Ummæli hennar um blackface hafa vakið hörð viðbrögð. AFP

Fjölmiðlakonunni Megyn Kelly hefur verið sagt upp störfum sem umsjónarmanni morgunþáttar á sjónvarpsstöðinni NBC vegna ummæla um svokallað „blackface“, þ.e. þegar einstaklingar mála andlit sitt svart.

Kelly var einn umsjónarmanna vinsæls morgunspjallþáttar á NBC en nú hefur verið tilkynnt að hún muni ekki stýra þættinum á mánudag. Í þættinum síðastliðinn þriðjudag var verið að ræða hrekkjavökuna sem gengur brátt í garð og spurði Kelly hvað væri eiginlega að því þegar hvítir einstaklingar máluðu sig svarta í framan. „Hvernig ýtir það undir kynþáttafordóma? Þú kemur þér í vandræði ef þú ert hvítur einstaklingur sem málar sig svartan eða svartur einstaklingur sem málar sig hvítan,“ sagði Kelly og bætti við að þegar hún var yngri hefði þetta verið í góðu lagi, svo lengi sem væri verið að túlka ákveðna persónu.

Baðst afsökunar á ummælunum

Ummæli Kelly vöktu strax hörð viðbrögð og krafðist fjöldi fólks að henni yrði sagt upp störfum þegar í stað. Hún bað samstarfsfólk sitt afsökunar á ummælunum. „En hún skuldar litu fólki um allt land stærri afsökunarbeiðni,“ segir fyrrverandi veðurfréttamaður hjá NBC, Al Roker, sem er svartur.

Kelly varð við þeirri ósk þegar hún hóf þáttinn á miðvikudag með afsökunarbeiðni. Sagðist hún ekki hafa gert sér grein fyrir sögu blackface, sem var fyrst notað í leik­hús­um á 19. og 20. öld þar sem svörtu fólki var bannað að leika á sviði. Útgáf­an sýn­ir mjög ein­hæfa mynd af heil­um kynþætti sem glöðum ein­feldn­ing­um og hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af fólki og sam­tök­um sem berj­ast gegn kynþátta­for­dóm­um.

"I want to begin with two words, I'm sorry..The country feels so divided and I have no wish to add to that pain and offense. I believe this is a time for more understanding, more love, more sensitivity and honor..Thank you for listening and for helping me listen too." Megyn Kelly pic.twitter.com/6hHrvZLNvK

Kelly, sem er 47 ára, starfaði áður sem fréttaþulur á Fox-sjónvarpsstöðinni og nú er talið líklegt að hún muni alfarið hætta störfum hjá NBC.

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 2019: ...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...