Bless skinkusamloka, halló borgaratvenna

Samsett mynd af þotum WOW og Icelandair. Forbes bendir á ...
Samsett mynd af þotum WOW og Icelandair. Forbes bendir á að flugfélögin séu með sitthvora flugvélategundina sem feli í sér að til að byrja með a.m.k. muni hvorki flugmenn né flugvirkjar geta flakkað milli flugfélaganna. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað verður um 99 dollara flugin, hjónabandserfiðleikar og vetrarkoma í anda Game of Thrones eru meðal þeirra samlíkinga sem erlendir fjölmiðlar koma með í umfjöllun sinni um kaup Icelandair á WOW air í gær.

Vetrarkoman er Forbes ofarlega í huga og segir í ítarlegri frétt miðilsins að veturinn sé nú kominn hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Þá eru rifjuð upp nokkur þeirra lággjaldaflugfélaga sem horfið hafa af markaði undanfarið, m.a. Monarch, Air Berlin og SkyWork.

Forbes segir líka að þrátt fyrir þau orð Icelandair að kaupin á WOW air séu gerð með það í huga að styrkja stöðu flugfélaganna, sé slík sameining ekki vandkvæðalaus. Flugfélögin séu til að mynda með mjög ólík viðskiptamódel og með sitthvora flugvélategundina sem feli í sér að til að byrja með a.m.k. muni hvorki flugmenn né flugvirkjar geta flakkað milli flugfélaganna.

Hvað verður um 99 dollara miðana?

Fyrirsögn Business Insider um samrunann er hins vegar: „Flugfélagið sem er þekktast fyrir 55 dollara flug frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af helsta keppinaut sínum“, og hjá ferðavefnum Condé Nast velta menn því fyrir sér hvað verði um 99 dollara flugferðirnar til Reykjavíkur. Með minnkandi samkeppni verði erfiðara að finna ódýru miðana. Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að þjónustan hjá lággjaldaflugfélaginu hljóti að batna. „Bless aumkunarlega skinkusamloka og halló borgaratvenna,“ segir í frétt Condé Nast.

Bloomberg líkir kaupunum þá við hjónaband og Washington Post bendir á að bæði félögin hafi undanfarin misseri glímt við fjárhagserfiðleika. CNBC kastar þá  í sinni umfjöllun um kaupin fram þeirri spurningu hvort að hækkandi olíuverð og hækkandi farmiðaverð sem því fylgi muni leiða til fleiri sambærilegra sameininga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

þvottavél til sölu
PHILCO Þvottavél wmn. kr.19,500.- uppl .8691204...
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best, at...