9 ára fær bann við snjóboltum afnumið

Það hafa margir krakkar skemmt sér við að búa til ...
Það hafa margir krakkar skemmt sér við að búa til snjókarla og eflaust hafa flestir kastað nokkrum snjóboltum. Mynd úr safni. AFP

Níu ára drengur, Dane Best, í bænum Severance í Colorado-ríki hefur náð að fá fornt bann gegn snjóboltaslag fellt úr gildi. Ákvæðið var hluti af gömlum lögum þar sem bann var lagt við skotkasti, m.a. við því að kasta grjóti í fólk eða eigur þess innan bæjarmarkanna.

BBC hefur eftir Dane, sem flutti kynningu um málið fyrir bæjarráðinu, að hann hafi farið í herferðina fyrir vini sína og skólafélaga.

„Börnin í Severance vilja fá tækifæri til að fara í snjóboltaslag eins og aðrir í  heiminum,“ sagði Dane við bæjarráðið í þriggja mínútna langri ræðu sinni. „Lögin voru búin til fyrir langa löngu. Í dag þurfa krakkar ástæðu til að fara út að leika sér.“

Dane segir móður sína fyrst hafa frétt af banninu er hún var í heimsókn á bæjarskrifstofur Severance.

„Krakkar verða alltaf orðlausir þegar þeir frétta að það var bannað að kasta snjóboltum hérna,“ hefur AP-fréttaveitan eftir Kyle Rietkerk, aðstoðarmanni bæjarstjóra Severance. „Þannig að það sem hefur gerst er að [bæjarstjórnendur] hafa alltaf hvatt krakkana með orðunum: „þú hefur vald til þess að breyta lögunum. Engin hefur samt gert það,“ sagði hann. 

Talið er að lögin hafi verið í gildi frá stofnun bæjarins fyrir um 100 árum. Ekki hefur þó svo vitað sé komið til þess að neinn hafi verið ákærður fyrir snjóboltakast.

Segir staðarblaðið Greely Tribune bæjarráðið hafa tekið vel í beiðnina og var óskin um afnám bannsins felld með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsmanna. Bæjarstjórinn afhenti því næst Dane og fjögurra ára bróður hans Dax fyrstu löglegu snjóboltana í sögu bæjarins.

„Við erum stolt af honum fyrir að eiga frumkvæði að því að koma á breytingum, hversu litlar sem þær eru,“ sagði Derrick Best pabbi Dane í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina.

BBC segir fjölskylduna nú vera að skoða ýmis önnur óvenjuleg lög sem enn eru í gildi í Severance, m.a. lög sem viðurkenna ekki önnur dýr en hunda og ketti sem gæludýr.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...