Fundu lík Grace

Grace Millane var 22 ára.
Grace Millane var 22 ára.

Nýsjálenska lögreglan, sem rannsakar morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane, hefur loks fundið lík hennar. Líkið fannst í útjaðri Auckland.

Lögreglumaðurinn sem fer fyrir rannsókninni segir að líkið „sé trúlega af Grace“ en að formlega eigi eftir að staðfesta það með rannsókn.

26 ára karlmaður er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa myrt Millane. Hún var 22 ára og frá Essex.

Millane útskrifaðist úr háskóla í september. Hún hafði verið ein á ferðalagi um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún hvarf. Þar á undan hafði hún ferðast með hópi fólks um Suður-Ameríku.

Hún sást síðast á lífi 1. desember. Lögreglan greindi frá því í gær að Millane væri ekki lengur á lífi. Þó var líkið ekki fundið. Var þessi ályktun dregin af upptökum úr öryggismyndavélum og rannsóknum á hóteli þar sem hún sást síðast á lífi. 

Það var svo í morgun sem lögreglan tilkynnti að lík hennar væri fundið.

Frétt BBC.

mbl.is
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...