Handtekinn vegna morðs á unglingi

Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í grennd við Wembley-leikvanginn.
Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í grennd við Wembley-leikvanginn. AFP

Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við morð á 14 ára unglingi í London 8. janúar síðastliðinn. Jaden Moodie var stunginn til bana.

Lögregla telur að Moodie hafi verið skotmark árásarmannanna, sem voru fimm. Mennirnir keyrðu bifreið sinni upp að vespu sem Moodie var á, spörkuðu honum af vespunni og stungu hann til bana.

Einn mannanna var handtekinn í morgun á heimili sínu í norðvesturhluta London.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að hún muni halda áfram að leita hinna fjögurra sem tóku þátt í árásinni. Hún hefur fulla trú á að það takist og að mennirnir verði látnir svara til saka.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert