Neita sakargiftum

AFP

Forsvarsmenn kínverska símafyrirtækisins Huawei neita því að fyrirtækið og fjármálastjóri þess hafi gerst brotleg við lög en bandarísk yfirvöld lögðu í gær fram ákæru á hendur fyrirtækinu og fjármálastjóra þess, Meng Wanzhou. Hún var handtekin í Kanada að beiðni bandarískra yfirvalda í Kanada í síðasta mánuði.

Meðal ákæruliða eru fjársvik, að hafa hindrað réttvísina og hugbúnaðarstuldur. Í tilkynningu frá Huawei kemur fram að ákæran valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að fyrirtækið hafi ekki brotið nein lög. Jafnframt að fyrirtækið viti ekki til þess að Meng hafi brotið gegn réttvísinni. Ásakanir um stuld á hugverki eigi ekki erindi í ákæru þar sem unnið væri að sátt á málinu þar sem dómari taldi að ekki hefði verið um brot á lögum að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert