Hættir við heimsókn til Ísraels

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. AFP

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur hætt við fyrirhugaða heimsókn sína á ráðstefnu í Ísrael. Ástæðan er ummæli Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um Pólverja og helförina.

Haft var eftir Netanyahu á ísraelsku fréttasíðunni Haaretz að Pólverjar hefðu aðstoðað nasista í helförinni. Ummælin hafa verið fordæmd í Póllandi vegna þess að það sé látið líta út fyrir að allir Pólverjar hafi unnið með Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni.

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu. AFP

Talsmaður Netanyahu segir að rangt hafi verið haft eftir ísraelska forsætisráðherranum. 

Talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar greindi Netanyahu frá því símleiðis að pólski utanríkisráðherrann myndi koma í stað forsætisráðherrans á ráðstefnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert