Knight Craft til Sameinuðu þjóðanna

Kelly Craft er sendiherra Bandaríkjanna í Kanada.
Kelly Craft er sendiherra Bandaríkjanna í Kanada. AFP

Donald Trump hefur tilkynnt áætlanir sínar um að tilnefna Kelly Knight Craft, sendiherra Bandaríkjanna í Kanada, sem nýjan fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.  

Knight Kraft mun því að öllum líkindum taka við stöðu Nikki Haley, en Trump hafði áður tilnefnt Heather Nauert, talsmann bandaríska utanríkisráðuneytisins, til þess að taka við af Haley. Nauert dró framboð sitt hins vegar til baka í síðustu viku.

Bandaríkjaforseti tilkynnti um áætlanir sínar á Twitter í gærkvöld og sagði Knight Craft hafa staðið sig óaðfinnanlega í núverandi starfi. Hann hafi engar efasemdir um að hún verði Bandaríkjunum góður forsvarsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum.

Nikki Haley hefur óskað væntanlegum arftaka sínum til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert