Útiloka ekki Huawei þrátt fyrir þrýsting

Angela Merkel kanslari Þýskalands á ráðstefnu í Berlín í dag.
Angela Merkel kanslari Þýskalands á ráðstefnu í Berlín í dag. AFP

Þjóðverjar hófu í dag útboð vegna 5G-væðingar í landinu öllu. Angela Merkel kanslari útilokaði að Huawei eða fyrirtækjum sem reiddu sig á búnað frá Huawei í sínum kerfum yrði meinað að taka þátt í útboðinu, en sagði að ströng fjarskiptalög yrðu tekin upp.

Bandarísk yfirvöld og háttsettir bandarískir yfirmenn hjá NATÓ hafa bæði beint því til Þjóðverja og fleiri Evrópuríkja að ef svo fari að Huawei-búnaður verði fyrir valinu við 5G-væðingu ríkjanna myndi trúnaðarupplýsingum síður verða deilt með stjórnvöldum, vegna ótta um að búnaður Huawei kunni að vera notaður til njósna fyrir kínversk stjórnvöld.

„Hingað til hafa mörg ríki notað Huawei-tækni,“ sagði Merkel á ráðstefnu í Berlín í dag.

„Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að beita ekki þeirri nálgun að einfaldlega útiloka ákveðna verktaka eða hagsmunaaðila, en við gerum kröfur til þeirra sem bjóða í 5G-tæknina,“ bætti kanslarinn við.

Merkel sagði að Þjóðverjar myndu skrifa þessar kröfur inn í fjarskiptalöggjöf ríkisins.

Huawei tekur ekki þátt í útboðinu í Þýskalandi með beinum hætti, en fyrirtækin fjögur sem það gera nota öll fjarskiptabúnað á borð við loftnet og senda frá kínverska fyrirtækinu, samkvæmt frétt AFP.

Þjóðverjar vilja gjarnan koma sér í fremstu röð hvað netið varðar, enda þykir netið þar í landi fremur hægt. Samkvæmt frétt AFP er meðal-niðurhalshraði Þjóðverja sá 46. mesti í heiminum.

Frá útboðsviðburðinum í Mainz í Þýskalandi í dag.
Frá útboðsviðburðinum í Mainz í Þýskalandi í dag. AFP
mbl.is
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...