Ævareiður vegna handtöku

Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. AFP

Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, er ævareiður eftir að hafa verið handtekinn í Tókýó þrátt fyrir að hafa í síðasta mánuði verið látinn laus gegn tryggingu.

„Handtaka mín í morgun er bæði hneykslanleg og gerræðisleg,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Það verður ekki þaggað niður í mér.“

Saksóknarar eru sagðir rannsaka nýjar ásakanir á hendur Ghosn, sem var látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið yfir 100 daga í haldi.

Fregnir bárust af því fyrr í dag að rannsókn stæði yfir á því hvort Ghosn hafi yfirfært 32 milljónir dollara til Oman. Heimildarmaður segir að eitthvað af þessum peningum hafi verið notaðir til að kaupa lúxussnekkju handa Ghosn og fjölskyldu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert