„Eggjadrengurinn“ ekki ákærður

AFP

Ástralskur unglingur sem kastaði eggj­um í ástr­alska öld­unga­deild­arþing­mann­inn Fraser Ann­ing sleppur með áminningu.

William Connolly, sem er orðinn þekkt­ur sem „eggja­dreng­ur­inn“ kramdi egg á höfði Ann­ing á blaðamanna­fundi í Mel­bour­ne 16. mars. Ann­ing svaraði fyr­ir sig með því að slá Connolly utan und­ir tví­veg­is. Daginn áður sagði Anning í ræðu á þingi að ástæðan fyr­ir árás­un­um þann sama dag í Christchurch væri heim­ild til handa múslim­um til að flytja til lands­ins. Vís­ar hann þar til hryðju­verka sem kostuðu 50 manns lífið en árás­armaður­inn aðhyll­ist yf­ir­burði hvíta kyn­stofns­ins.

Connolly var hyllt­ur sem hetja á sam­fé­lags­miðlum og söfnuðust 80 þúsund Ástr­al­íu­dalir, sem svarar til um 7 milljóna króna, til að greiða lög­fræðikostnað hans vegna eggjakasts­ins. Peningarnir verða notaðir til þess að styðja fórnarlömb árásanna og fjölskyldur þeirra. 

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í Victoria verður Connolly ekki ákærður og það sama eigi við um Anning. Það var niðurstaða lögreglunnar eftir að hafa rannsakað málið og farið yfir myndefni því tengdu. Um sjálfsvörn hafi verið að ræða hjá Anning en tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir árás í kjölfar atviksins fyrir að hafa ráðist á Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert