„Fuðrar upp fyrir augunum á manni“

Kirkjuskipið virðist vera allt brunnið.
Kirkjuskipið virðist vera allt brunnið. Ljósmynd/Aðsend

„Það er óraunverulegt að fylgjast með þessu mikla kennileiti fuðra upp fyrir augunum á manni. Fólk er felmtri slegið,“ segir Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, um eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París í Frakklandi. 

Kristján fylgdist með brunanum úr fjarlægð á brú yfir Signu í 4 hverfi í Parísarborg. „Við horfðum aftan á kirkjuna og svo virðist sem kirkjuskipið sjálft sé brunnið en turnarnir tveir standa enn eftir,“ segir Kristján. 

Hann bendir á að til marks um hvaða þýðingu kirkjan hafi í hugum Parísarbúa séu forseti landsins Emmanuel Macron og forsætisráðherrann mættir á vettvang. Búið er að fresta ávarpi forsetans sem átti að fara fram í beinni sjónvarpsútsendingu. 

Kristján segir að fyrstu fréttir af brunanum hafi verið á þá leið að slökkviliðið ætti í erfiðleikum með að koma slöngum nógu nálægt eldinum einnig hafi þyrlur ekki getað athafnað sig. „Þetta virðist hafa gerst allt mjög hratt,“ segir Kristján.  

Fjölmargir fylgjast með brunanum eins og meðfylgjandi myndir sýna. 

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi.
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...