Heimsóknin í Notre Dame „ógleymanleg“

Vatni er sprautað á kirkjuna úr öllum áttum. Þak hennar ...
Vatni er sprautað á kirkjuna úr öllum áttum. Þak hennar er nú hrunið og ljóst að skemmdir eru miklar. AFP

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, bættist í kvöld í hóp þeirra sem tjáð hafa sig um brunan í Notre Dame-kirkjunni í París.

Rifjaði forsætisráðherra á Twitter upp heimsókn sína í Notre Dame er hún var tvítug og segir hana hafa verið „ógleymanlega“. 

„Að sjá þessa ómetanlegu muni brenna í dag er hrikalegt,“ sagði Katrín.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sagði frönsku þjóðina í heild finna til við að sjá Notre Dame-kirkj­una í Par­ís í ljós­um log­um. Fleiri þjóðarleiðtogar hafa einnig tjáð sig um brunann, þeirra á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sem sagði hug sinn vera hjá íbúum Frakklands og þeim sem væru að reyna að ráða niðurlögum eldsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði hrikalegt að sjá Notre Dame brenna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði hrikalegt að sjá Notre Dame brenna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins. AFP
mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...