Bjargaði syninum úr kjafti dingóhunds

Dingóhundar bárust til Ástr­al­íu fyr­ir um 3-4.000 árum með frum­byggj­um ...
Dingóhundar bárust til Ástr­al­íu fyr­ir um 3-4.000 árum með frum­byggj­um frá Indónesíu. Ljósmynd/Wikipeda

Faðir bjargaði 14 mánaða gömlum syni sínum úr kjafti dingóhunds á á afskekktu svæði á Fraser-eyju í Queensland í Ástralíu.

Fjölskyldan er á ferðalagi um eyjuna og gistir í húsbíl. BBC greinir frá því að í morgun vaknaði faðirinn við grát sonarins en fannst heldur óvenjulegt hvernig gráturinn fjarlægðist sífellt meira. Hann hljóp út úr bílnum og sá þá son sinn í kjafti dingóhunds. Hann hrifsaði drenginn úr kjafti dingósins.

Drengurinn hlaut tvo djúpa skurði á hálsi og skurði í hársvörðinn. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þetta er þriðja árás dingóhunds sem á sér stað á eyjunni á þessu ári. Í öllum tilvikunum réðust dingóhundarnir á börn.

Þekktasta dingóárásin í Ástralíu er án efa sú sem átti sér stað á tjaldsvæði nálægt Ayers Rock árið 1980 þegar hin níu vikna gamla Azira hvarf. Móðir stúlkunnar var dæmd fyrir morðið á stúlkunni og sat í fangelsi í þrjú ár áður en nýjar upplýsingar í málinu leiddu til þess að um dingóárás hafi verið að ræða, efti að eldri maður játaði að hafa skotið dingó­hund­inn, sem þá var með barnið í kjaft­in­um. Hann lét lög­reglu ekki vita þar sem hann óttaðist að verða sektaður fyr­ir að drepa dýrið.

Dingó­hund­ar eru villt­ir. Þeir eru gul- eða rauðbrún­ir á lit, með sperrt eyru og loðna rófu. Þeor veiða oft í hóp­um, einkum kan­ín­ur, en einnig keng­úr­ur og sauðfé. Teg­undin er tal­in hafa borist til Ástr­al­íu fyr­ir um 3-4.000 árum með frum­byggj­um frá Indónesíu. 

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...