Nýjar upplýsingar um barnshvarf í Ástralíu fyrir 24 árum

Dingóhundar lifa villtir í Ástralíu og líkjast einna helst úlfum.
Dingóhundar lifa villtir í Ástralíu og líkjast einna helst úlfum. AP

Foreldrar Aziru, stúlkubarns sem hvarf í óbyggðum Ástralíu fyrir 24 árum, segjast ekki bera kala í brjósti gagnvart manni sem nú hefur gefið sig fram og sagst vita um örlög stúlkunnar. Lindy Chamberlain-Creighton sat í fangelsi í næstum fjögur ár fyrir að hafa myrt barnið, áður en í ljós kom að dingóhundur hefði numið það á brott frá Uluru tjaldsvæðinu, þar sem fjölskyldan dvaldi í ágúst 1980. Greinir frá þessu á fréttavef BBC.

Frank Cole, sem nú er 87 ára, hefur játað að hafa skotið dingóhundinn, sem þá var með barnið í kjaftinum. Hann segist ekki hafa látið lögreglu vita þar sem hann óttaðist að verða sektaður fyrir að drepa dýrið. Cole hafði verið í útilegu með vinum sínum og segir að einn þeirra hafa tekið lík Azariu úr kjafti dýrsins en viti ekki hvað orðið hafi um líkið. Cole segir þó að maðurinn, sem nú er látinn, gæti hafa grafið líkið í garði sínum.

Lögreglumaður á svæðinu, sem nú hefur látið af störfum, segir frásögn Coles ekki geta staðist þar hann föt Azariu hafi fundist hátt uppi í fjalli og svo hátt gæti enginn farið nema fjallageit.

„Ég verð að geta fyrirgefið manninum ef hann segir sannleikann og ég yrði ánægður fyrir hans hönd ef hann verður ekki sakfelldur þar sem hann hefur þurft að bera þungan kross á herðum sér öll þess ár,“ sagði faðir Aziru, Michael Chamberlain.

Málinu var fylgt náið eftir í Ástralíu og víðar. Þekkt kvikmynd, A Cry in the Dark, var gerð um það árið 1988 með Meryl Streep og Sam Neill í aðalhlutverkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert