Facebook reynir að endurvinna traust

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti fyrr í dag breytingar sem gerðar verða á ýmsum forritum miðilsins, þar á meðal Instagram og Whatsapp.

Breytingarnar koma í kjölfarið á mikilli gagnrýni á því hvernig samfélagsmiðilinn fer með per­sónu­upp­lýs­ing­ar not­enda. Zuckerberg sagði að ýmislegt þyrfti að gera til að endurvinna traust notenda.

Meðal breytinga sem Zuckerberg kynnti er að Facebook Messenger smáforritið verður dulkóðað frá A til Ö þannig að aðeins þeir sem taka þátt í samtölum innan skilaboðanna hafi aðgang að þeim. Þá verður forritið sameinað WhatpsApp.

Á Instagram verður síðan hægt að fela hversu mörg „like“ mynd fær og frá hverjum þau eru, fyrir öllum nema eiganda myndarinnar.

Áður var greint frá því að til stæði að samaeina Instagram, WhatsApp og Facebook Messenger í eitt smáforrit. Þau muni þó starfa áfram sem einstök smáforrit.

Zuckerberg sagði að Facebook væri að færa sig í áttina að því að bjóða upp á örugg einkaskilaboð á smærri skala en áður. 

Frétt BBC.

mbl.is