Lokkuðu gaupu niður úr rafmagnsstaur

Gaupan þurfti smá hjálp við að komast niður.
Gaupan þurfti smá hjálp við að komast niður. Skjáskot/BBC

Vegfarendur í Collier County í Flórída í Bandaríkjunum höfðu miklar áhyggjur af gaupu (e. bobcat) sem virtist sitja föst ofan á rafmagnsstaur í sýslunni og gripu til sinna ráða til þess að ná henni niður. 

Eins og sjá má í umfjöllun BBC af málinu var körfubíll sem ætlaður er til kirsuberjatínslu notaður í björgunaraðgerðina, en langt prik var svo notað til þess að pota ítrekað í gaupuna.

Það varð að lokum til þess að hún hætti sér varlega niður með staurnum. Samkvæmt frétt BBC hafði rafmagn verið tekið af rafmagnslínunum til þess að koma í veg fyrir að gaupan fengi raflost á leiðinni niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert