Flutningaskip fórst eftir árekstur

Japanska strandgæslan.
Japanska strandgæslan. Ljósmynd/Wikipedia.org

Japanska flutningaskipið Senshomaru sökk sídegis í gær vestur af Japan eftir að það lenti í árekstri við annað flutningaskip með þeim afleiðingum að einn skipverji fórst.

Fram kemur í frétt AFP að Senshomaru hafi verið með stálfarm um borð og að einum skipverja, skipstjóranum, hafi verið bjargað af fjögurra manna áhöfn. Tveggja er enn saknað. Flak flutningaskipsins fannst síðar á hafsbotni og lík eins skipverjans um borð.

Fjögurra manna áhöfn hins flutningaskipsins sakaði ekki. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir urðu á því. Mikil þoka var á svæðinu sem talin er hafa átt þátt í slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert