Pútín til í að segja upp kjarnorkusamningnum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti kveðst tilbúinn að segja upp kjarnorkusamningnum við …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kveðst tilbúinn að segja upp kjarnorkusamningnum við Bandaríkin. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í dag rússnesk stjórnvöld vera tilbúin að hætta með kjarnorkusamning Rússlands og Bandaríkjanna, svonefndan New Start-samning.

Samningurinn, sem var undirritaður 2017, felur í sér að rík­in áttu að minnka kjarn­orku­vopna­búr sín næstu tíu árin, þar til þau standi á jöfnu.

„Ef enginn hefur áhuga á að framlengja New Start-samninginn gerum við það bara ekki,“ sagði Pútín á efnhagsráðstefnu í Sankti Pétursborg í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert