Beittu táragasi í gleðigöngu

Gleðiganga fór fram í Istanbúl í dag, þrátt fyrir bann …
Gleðiganga fór fram í Istanbúl í dag, þrátt fyrir bann gegn slíkum göngum í Tyrklandi. AFP

Þrátt fyrir fimm ára bann tyrkneskra yfirvalda héldu réttindasamtök hinseginfólks og baráttufólk fyrir hinseginréttindum gleðigöngu í borginni Istanbúl í dag. Lögreglan beitti táragasi til þess að leysa upp gönguna.

Þúsundir höfðu mættu á Istikal-breiðgötuna og Taksim-torg þar sem skipuleggjendur ætluðu að hefja gönguna. Þrátt fyrir að gleðiganga hinseginfólks hefur verið bönnuð af svæðisstjóra Istanbul leyfði lögreglan fólki að safnast saman í hliðargötu.

Þar lásu skipuleggjendur Istanbul LGBT+ Pride Week yfirlýsingu. Skömmu eftir að yfirlýsingin var lesin skaut óeirðarlögreglan táragasi að hópnum.

Viðbúnaður lögreglu var mikill í kringum Taksim-torg og var fjöldi gatna lokaðar. Talsverður fjöldi fólks hafði safnast saman og heyrðust slagorð á borð við: „Öxl við öxl gegn fasisma“ og „við munum ekki þegja.“

Amnesty International hefur gagnrýnt tyrknesk yfirvöld fyrir að banna gönguna í nafni almannaöryggis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert