Skipstjórinn í felum í Þýskalandi

Carola Rackete var handtekin við komuna til eyjarinnar Lampedusa.
Carola Rackete var handtekin við komuna til eyjarinnar Lampedusa. AFP

Skipstjóri björgunarskipsins Sea Watch 3, sem handtekin var við komuna til Ítalíu í lok maí, er komin í felur í Þýskalandi eftir að henni hafði borist fjöldi hótana.

Samkvæmt góðgerðarsamtökunum Sea Watch, sem sinna m.a. björgun flóttafólks á Miðjarðarhafi, var Carola Rackete sleppt úr haldi ítalskra stjórnvalda í gær. Rackete var handtekin vegna þess að hún virti bann ítalskra stjórnvalda að vettugi og sigldi til hafnar á eyjunni Lampedusa með rúmlega 40 flóttamenn innanborðs.

Rackete, sem er þýsk, hefur borið fyrir sig að hún hafi verið að sinna skyldum sínum með því að bjarga flóttafólkinu frá drukknun og koma því til hafnar eftir tvær vikur á sjó. 

Flóttafólkinu var hleypt í land og því komið fyrir í flóttamannabúðum, en það verður síðan flutt til annarra ríkja Evrópusambandsins sem samþykkt hafa að taka við því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert