Bandaríkin „harðákveðin í fjandskap“

Aðeins nokkrir dagar eru síðan sögulegur fundur leiðtoga Norður-Kóreu og …
Aðeins nokkrir dagar eru síðan sögulegur fundur leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjaforseta fór fram. AFP

Sendinefnd Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lagt fram kvörtun gegn Bandaríkjunum, sem nefndin segir „heltekin af viðskiptaþvingunum“ og „harðákveðin í fjandskap sínum“ þrátt fyrir nýlegt samkomulag á milli landanna um að halda viðræðum vegna kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu áfram.

Aðeins nokkrir dagar eru síðan sögulegur fundur leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjaforseta fór fram, en þar steig sá síðarnefndi, Donald Trump, nokkur skref á norður-kóreskri grundu, fyrstur forseta Bandaríkjanna.

Eftir um klukkustundarlangan fund Trump með Kim Jong-un á landamærum Norður- og Suður-Kóreu ákváðu leiðtogarnir að halda áfram samningaviðræðum um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans, en viðræðurnar höfðu runnið út í sandinn eftir síðasta fund þeirra í febrúar.

Í kvörtun sinni segir sendinefnd Norður-Kóreu að Bandaríkin grafi undan friðsælu andrúmsloftinu á Kóreuskaganum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert