Hefja matvælaaðstoð að nýju

Úr sjúkraskýli í flóttamannabúðum í Hajjah-héraði.
Úr sjúkraskýli í flóttamannabúðum í Hajjah-héraði. AFP

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur komist að samkomulagi við uppreisnarsveitir húta í Jemen, um að hefja að nýju matvælaaðstoð á yfirráðasvæði skæruliðanna. 

Vannæring í Jemen er gríðarleg eftir fjögurra ára borgarastyrjöld, en Sameinuðu þjóðirnar stöðvuðu matvælainnflutning til yfirráðasvæða húta í síðasta mánuði. 

Samkvæmt nýja samkomulaginu verður Matvælaáætluninni gert kleift að koma nauðsynlegum matvælum með hraði til höfuðborgarinnar Sanaa, sagði yfirmaður stofnunarinnar David Beasley á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 

Átökin á milli Húta, sem njóta stuðnings Írans, og bandalagsþjóða undir forystu Sádí-Arabíu sem styðja stjórnvöld í Jemen, hafa orðið tugum þúsunda að bana. Þá lifa um 20 milljónir Jemena við matarskort og óöryggi auk þess sem 3.3 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert