Krúnuleikastjörnurnar í nauðvörn

Bardagakapparnir tveir. Maise Williams sem lék Aryu Stark og Jacob …
Bardagakapparnir tveir. Maise Williams sem lék Aryu Stark og Jacob Anderson sem lék Grey Worm á Comic-con í gær. Persónur þeirra beggja voru þekktar fyrir að koma sér í krappann dans, og láta þá vopnin vinna. AFP

Leikhópurinn úr síðustu þáttaröð Krúnuleika, sem sýnd var í vor, kom þáttaröðinni til varnar, og var í hálfgerðri nauðvörn, á Comic-con hátíðinni í San Diego í gær. Hópur ósáttra aðdáenda þáttanna var það sem beið leikhópsins þegar hann mætti en þáttaröðin var vægast sagt illa tekið af mörgum.  Til marks um óvinsældir þáttaraðarinnar má sem dæmi nefna að 1,6 milljón manna settu nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað var á HBO, framleiðendur þáttanna, að framleiða síðust seríuna aftur með „hæfa höfunda“ í brúnni.

Eins og áður segir var stemningin nokkuð þrungin þegar Krúnuleikastjörnurnar settust á sakamannabekkinn framan við dómarana, þ.e. gestina, og var m.a. púað á Danann Nikolaj Coster-Waldau, sem lék riddarann Jaime Lannister í þáttunum, þegar hann lýsti dauðdaga persónu sinnar, í örmum systurinnar og elskhugans Cersei, sem „fullkomnum“. 

Púað var á hinn sykursæta Nikolaj Coster-Waldau, sem sagði dauðdaga …
Púað var á hinn sykursæta Nikolaj Coster-Waldau, sem sagði dauðdaga Lannister-systkinanna og elskhuganna Jaime og Cersei hafa verið fullkominn. AFP

„Þetta kom heim og saman fyrir mér,“ sagði leikarinn áður en hann var truflaður af aðdáanda úr salnum sem greip fram í. 

Aðalmennirnir mættu ekki

Auglýst hafði verið að mennirnir á bak við þættina, David Benioff og Dan Weiss, myndu láta sjá sig og ræða við aðdáendur í fyrsta skipti frá því að síðasta þáttaröðin var sýnd. Þeir drógu þessar áætlanir sínar þó til baka fyrr í vikunni og sáu því leikararnir um að koma þáttaröðinni til varnar. Sem dæmi lýsti Conleth Hill, sem lék Varys, viðhorfi aðdáenda í gegnum tíðina sem ótrúlega jákvæðu, og sagði neikvæðnina vera „hatursherferð fjölmiðla“.

Stuttu síðar lyftist stemningin þó á léttara plan og grínuðust leikarar m.a. með að hafa stolið leikmunum úr þáttunum.  

Jacob Anderson faðmar súran Liam Cunningham í San Diego í …
Jacob Anderson faðmar súran Liam Cunningham í San Diego í gær. Cunningham lék Davos Seaworth. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert