Um 30 manns slasast í skógareldum

Frá þorpinu Casas da Ribeira í Portúgal í gær.
Frá þorpinu Casas da Ribeira í Portúgal í gær. AFP

Portúgalskir slökkviliðsmenn telja sig vera komna með stjórn á stærstum hluta þeirra skógarelda og kjarrelda sem geisað hafa í Castelo Branco-héraði um helgina. Þó er varað við því að stífur vindur gæti í dag orðið til þess að eldarnir blossi upp að nýju.

Um 30 manns hafa slasast í eldunum, sem 1.700 slökkviliðsmenn hafa tekist á við um helgina. Þar af var einn alvarlega brenndur og var hann fluttur til Lissabon með þyrlu.

Pedro Nunes, talsmaður almannavarna Portúgals, sagði á blaðamannafundi í morgun að slökkviliðsmenn teldu sig hafa náð stjórn á um það bil 90% af eldunum, en enn brenni skógar á stöðum sem erfitt er að komast að. Hann segir daginn í dag verða „flókinn“, þar sem sterkum vindi er spáð síðdegis.

Þétt skóglendið á þessu svæði í miðhluta landsins samanstendur aðallega af gúmmítrjám, júkalyptus, sem eru afar eldfim.

Mörg hús hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir neyðst ...
Mörg hús hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir neyðst til þess að flýja heimili sín. AFP
Slökkviliðsmenn segjast nú hafa náð stjórn á um það bil ...
Slökkviliðsmenn segjast nú hafa náð stjórn á um það bil 90% af þeim eldum sem brunnu um helgina. AFP
mbl.is
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...