Tvö bresk herskip á Persaflóa

Breski tundurspillirinn HMS Duncan.
Breski tundurspillirinn HMS Duncan. AFP

Breski tundurspillirinn HMS Duncan er kominn inn á Persaflóa en skipið hefur fengið fyrirskipanir um að veita olíuskipum sem sigla undir fána Bretlands vernd á leið þeirra í gegnum Hormuz-sund í kjölfar þess að Íranar kyrrsettu breskt olíuskip fyrr í mánuðinum.

Herskipið verður við eftirlit á svæðinu ásamt bresku freigátunni HMS Montrose. HMS Montrose fer í viðhald í Barein í lok ágúst. Freigátan HMS Kent kemur í stað hennar síðar á árinu. Bretar hafa kallað eftir samstarfi Evrópuríkja í þessum efnum.

Skip sem sigla undir breskum fána hafa verið beðin af breskum stjórnvöldum um að láta vita af ferðum sínum áður en þau halda um Hormuz-sund. HMS Montrose hefur þegar fylgt 35 flutningaskipum í tuttugu ferðum um sundið samkvæmt fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert