Trump styður Kim áfram

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir miklum persónulegum stuðning við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Sá stuðningur væri fyrir hendi jafnvel þó Kim myndi viðurkenna að Norður-Kórea hefði „mögulega“ brotið gegn banni Sameinuðu þjóðanna við tilraunum með kjarnorkueldflaugar.

Trump segir á Twitter-síðu sinni að mögulega hafi átt sér stað brot gegn banni SÞ en að Kim vildi ekki valda honum vonbrigðum með því að bregðast trausti hans. Of mikið væri í húfi fyrir Norður-Kóreu. Sagði Trump að hann og Kim deildu fallegri hugsjón fyrir Norður-Kóreu og aðeins Bandaríkin með hann sem forseta gæti látið hana rætast.

Norður-Kóreu er óheimilt að gera tilraunir með kjarnorkueldflaugar samkvæmt ákvörðun SÞ og hafa nýlegar tilraunir stjórnvalda í landinu verið fordæmdar af fulltrúum Evrópuríkja í öryggisráði samtakanna. Trump hefur hins vegar sagt að um „staðlaðar“ tilraunir sé að ræða. Forsetinn hefur lagt mikið á sig til þess að reyna að sannfæra Kim um að binda endi á einangrun Norður-Kóreu og eyða kjarnorkuvopnabúri sínu.

„Hann mun gera það rétta vegna þess að hann er of skynsamur til þess að gera það ekki og hann vill ekki vanda vini sínum, Trump forseta, vonbrigðum,“ sagði Trump ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert