Nýtti nýja löggjöf til að enda líf sitt

Kerry Robertson.
Kerry Robertson. Ljósmynd/Go Gentle Australia

Áströlsk kona með ólæknandi krabbamein varð fyrsta manneskjan til að enda líf sitt eftir að ný líknardrápslöggjöf tók gildi. Kerry Robertson, 61 árs, lést á hjúkrunarheimili í júlí. 

Kelly fékk leyfi til að nýta löggjöfina, sem þykir afar umdeild og er bara í gildi í Viktoríuríki, eftir 26 daga samþykktarferli. Fjölskylda hennar segir að hún hafi fengið „eflandi dauða eins og hún vildi“. 

Robertson greindist með brjóstakrabbamein árið 2010 og síðar dreifði meinið sér í bein hennar, lungu, heila og lifur. Hún ákvað að hætta geisla- og lyfjameðferð í mars eftir að aukaverkanir og sársauki sem fylgdi meðferðunum varð „óbærilegur“, segir fjölskylda hennar. 

Líknardrápslöggjöf Viktoríuríkis, sem tók gildi í júní, gefur fólki með ólæknandi sjúkdóma sem uppfylla ákveðin skilyrði aðgang að banvænum lyfjum.

Göfugur dauði 

„Við vorum við hlið hennar, spiluðum David Bowie, umvafin ást, sögðum okkar síðustu orð, einfalt og göfugt,“ sagði dóttir hennar Nicole Robertson í yfirlýsingu sem gefin var út af góðgerðafélagi í Ástralíu. 

„Fyrir mig er þetta best: að vita að við gerðum allt sem við gátum til að gera hana hamingjusama í lífinu og rólega í dauðanum.“

Í lögunum eru 68 varnaglar og eru þau hönnuð fyrir fólk sem upplifir miklar kvalir. Samkvæmt lögunum þarf manneskjan að senda inn þrjár beiðnir um að enda líf sitt til sérmenntaðra lækna. Manneskjan verður að vera orðin 18 ára og eiga minna en sex mánuði eftir ólifaða. 

Frumvarpið var samþykkt árið 2017 eftir rúmlega 100 klukkustunda umræður á þinginu. Fjölskylda Robertson segir að hún hafi sótt um að hagnýta sér löggjöfina daginn sem hún tók gildi í júní.  

Ríki Vestur-Ástralíu og Queensland skoða nú að innleiða svipaða löggjöf. 

Líknardrápslöggjöf sem heimilar sjúklingum með ólæknandi sjúkdóma að enda líf sitt á sársaukalausan hátt hefur verið samþykkt í sumum löndum, meðal annars Kanada, Belgíu og Hollandi.

Kerry ásamt dætrum sínum.
Kerry ásamt dætrum sínum. Ljósmynd/Go Gentle Australia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...