Átta létust í bruna í Odessa

Frá vettvangi í morgun. Forseti landsins segir að eigendur byggingarinnar …
Frá vettvangi í morgun. Forseti landsins segir að eigendur byggingarinnar hafi gerst sekir um glæpsamlega vanrækslu. AFP

Átta manns létust og tíu slösuðust í eldsvoða á hóteli í úkraínsku borginni Odessa í nótt. Fjórir hinna slösuðu eru sagðir í lífshættu. Forseti landsins hefur sakað eigendur byggingarinnar um glæpsamlega vanrækslu. Lögregla rannsakar málið.

„Við misstum átta manns í nótt,“ sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu á Facebook-síðu sinni. „Og þetta er ekki vegna stríðs og loftárása. Þetta er vegna glæpsamlegrar vanræklu, vanrækslu grunnþátta í öryggismálum og skeytingarleysi gagnvart mannslífum,“ skrifaði forsetinn, sem segist persónulega ætla að sjá til þess að þeir sem beri ábyrgð verði látnir svara til saka.

Eldurinn kom upp á Tokyo Star-hótelinu í Odessa kl. 1:34 að staðartíma og fjölmennt slökkvilið barðist við hann í nótt.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert