Yfir 60 látnir í flóðum í Súdan

Frá Súdan.
Frá Súdan. Af flóðavefnum/floodlist

Yfir sextíu manns hafa látist í mikilli úrkomu og flóðum í Súdan undanfarnar vikur, samkvæmt fréttum ríkisfréttastofu landsins.

Mikið hefur rignt í landinu allt frá því snemma í júlí og hefur þetta haft áhrif á líf tæplega 200 þúsund íbúa í 15 ríkjum. Ástandið er verst í suðurhluta landsins. 

Sameinuðu þjóðarinar segja að yfir 37 þúsund heimili hafi eyðilagst eða skemmst vegna þessa og von er á frekari flóðum næstu daga, samkvæmt frétt BBC. Regntímabilinu lýkur ekki fyrr en í lok október.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert